Er SEV fyrir þig?

Ertu ….

  • hætt/ur að vinna vegna heilsufarsvanda, en langar að komast í vinnu aftur?

  • búin/n að vera í endurhæfingu en ekki náð árangri, en finnst þú ennþá eiga eitthvað inni?

  • Með margþættan vanda þar sem þörf er á aðkomu mismunandi fagfólks

  • Tilbúin/n í að skoða alla anga lífs þíns og vinna með þá þætti sem mögulegar hindra atvinnuþátttöku?

 

Hlutverk SEV ….

  • er að veita starfsendurhæfingu þeim einstaklingum sem hafa þurft að hætta störfum vegna veikinda, slysa, félagslegra erfiðleika eða af öðrum ástæðum og vilja vinna að endurkomu á vinnumarkaðinn. 

  • Þátttakendur eru einstaklingar í veikindaleifi frá starfi sínu, á sjúkradagpeningum frá stéttarfélagi, með örorkumat / endurhæfingarlífeyri, framfærslu frá sveitafélagi, á atvinnuleysisbótum eða ungt fólk án atvinnusögu og menntunar.

 

Markmið SEV eru ….

 

  • Að þátttakendur komist í vinnu eða nám sem styrkja mun stöðu þeirra gagnvart vinnumarkaði.

  • Að lífsgæði þátttakenda aukist.

  • Að lífsgæði fjölskyldna þátttakenda aukist.

  • Að endurhæfing fari fram í heimabyggð.