Þjónustuleiðir

Einstaklingsmiðuð þverfagleg endurhæfing.

 • Mótuð er endurhæfingaráætlun sem hentar þörfum og áhugasviði hvers og eins þátttakanda. Áætlunin inniheldur bæði einstaklingsmiðaða þjónustu og hópastarf og nemur að lágmarki 15 – 20 tímum á viku. Lengd endurhæfingar er einstaklingsbundin en algengt er að hún sé 6 – 12 mánuðir. Alltaf er stefnt á þátttöku á vinnumarkaði og lýkur endurhæfingu oft með vinnuprófun, starfsþjálfun eða ráðningu á almennum vinnumarkaði.

Mat á stöðu 

 • Stutt úrræði þar sem markmiðið er að meta raunhæfi þess að hefja markvissa starfsendurhæfingu. Gerð er áætlun sem hentar þörfum og áhugasviði hvers þátttakanda og inniheldur að lágmarki 12 – 15 tíma á viku. Mat á stöðu er aldrei meira en 1 – 2 mánuði. Ef endurhæfing hjá SEV hentar einstaklingi, getur hann haldið áfram í Einstaklingsmiðaðri þverfaglegri endurhæfingu.

Eftirfylgni 

 • Eftir einstaklingsmiðaða þverfaglega endurhæfingu er möguleiki á tímabili þar sem boðið er upp á áframhaldandi stuðning við einstaklinga hjá starfsmönnum SEV, líkamsrækt og umsjón með vinnusamningum ef það á við. 

Stök úrræði / námskeið

 • SEV heldur úti öflugri dagskrá alla daga vikunnar, sem þátttakendur SEV geta tekið þátt í að eigin vali. Þessi námskeið er einnig hægt að kaupa sem stök úrræði fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu sem ekki stunda endurhæfingu í SEV. Þessi úrræði eru ýmist fastir liðir í dagsrá SEV eða námskeið sem haldin eru einu sinni til tvisvar sinnum og eru t.d.: 
  • Náttúrutengd endurhæfing
  • Vinnustofa – ýmiskonar handverk
  • Líkamsrækt undir handleiðslu sjúkraþjálfara – hóptími
  • Heilsuefling
  • Áföll hvað svo?
  • HAM námskeið
  • Draumar og drekar
  • Fjármálanámskeið
  • Verkjaskóli