Endurhæfingin

SEV býður upp á heildstæða, einstaklingsmiðaða og þverfaglega starfsendurhæfingu þar sem tekið er á vanda hvers þátttakanda í samvinnu við VIRK starfsendurhæfingarsjóð, félags- og heilbrigðismálayfirvöld, mennta- og fræðslustofnanir, annað fagfólk og úrræðaaðila sem og fjölmarga vinnustaði á starfssvæði SEV.

Í endurhæfingunni er lögð áhersla á einstaklingsbundin úrræði sem miðast að því, að efla fólk til sjálfshjálpar eftir þörfum hvers og eins, meðal annars með sálfræðiþjónustu, sjúkraþjálfun, líkamsþjálfun, næringarráðgjöf, menntun og fræðslu, fjármálaráðgjöf, o.fl.. Þannig er unnið að því að styrkja stöðu þátttakenda gagnvart vinnumarkaðinum. Lögð er áhersla á að þátttakendur beri sjálfir ábyrgð á eigin endurhæfingu og þeir koma með virkum hætti að gerð endurhæfingaráætlunar sinnar frá upphafi endurhæfingar. Þátttakendum er einnig gefinn möguleiki á því að prófa getu sína til vinnu í vinnuprófun, starfsþjálfun eða á almennum vinnumarkaði, ýmist samhliða endurhæfingu eða sem lokaskrefið í endurhæfingarferlinu og fá þannig stuðning til að komast aftur út á vinnumarkaðinn á hraða sem þeir ráða við og hentar hverjum og einum.