Tilvísun

Flestum þátttakendum er vísað til okkar frá VIRK starfsendurhæfingarsjóði. Til þess að komast í einstaklingsmiðaða þverfaglega endurhæfingu (hlekk á eþe) hjá SEV þarf því fyrst að fara fram eftirfarandi ferli:

  1. Fyrst þarf að panta tíma hjá heimilislækni og óska eftir beiðni um þjónustu VIRK. Ef læknir telur að einstaklingur hafi þörf fyrir starfsendurhæfingu, þá sendir hann beiðni til VIRK.
  2. Hjá VIRK er farið yfir allar beiðnir sem berast og ef skilyrðum um þjónustu er uppfyllt er viðkomandi gefinn tími hjá ráðgjafa VIRK.
  3. Ráðgjafi hefur síðan samband við einstaklinginn og boðar hann í viðtal. Ráðgjafi ákveður svo í samráði við sérfræðinga VIRK hvort að viðkomandi einstaklingi er vísað áfram í endurhæfingu hjá SEV.
  4. Ráðgjafi VIRK sendi þá tilvísun til SEV og starfsmaður SEV hefur samband við viðkomandi.

Einstaklingar sem eru í starfsendurhæfingu annarsstaðar en hjá SEV, geta nýtt sér þau stöku úrræði sem í boði eru hjá SEV og hafa VIRK, Vinnumálastofnun og sveitarfélög nýtt þann möguleika og vísað einstaklingum í þjónustu hjá þeim í þessi stöku úrræði.