Petra Hólmgrímsdóttir tekur til starfa

Petra Hólmgrímsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Starfsendurhæfingu Vestfjarða frá 1. mars sl. Petra hefur lokið B.Ed. gráðu í  kennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri og er auk þess með B.Sc. í sálfræði frá Háskóla Íslands og lauk M.Sc. námi í klínískri- og afbrigðasálfræði fá University of South Wales árið 2016. Petra starfaði um árabil sem grunnskólakennari og starfaði síðast sem ráðgjafi Virk á Vestfjörðum

Við bjóðum Petru hjartanlega velkomna til starfa og hlökkum til samstarfs við hana.