Kvikmyndasmiðja

SEV mun á næstu vikum bjóða upp á kvikmyndasmiðju fyrir þátttakendur í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða og VMST.  Þetta er spennandi verkefni og er hugmyndin að bjóða þátttakendum SEV upp á tækifæri til að kynnast kvikmyndagerð frá hinum ýmsu sjónarhornum.

Kvikmyndasmiðjan mun standa yfir frá miðjum febrúar fram yfir páska og á þeim tíma munu þátttakendur fá að kynnast mismunandi aðferðum í kvikmyndagerð og fá tækifæri til að vinna að gerð kvikmyndar frá upphafi hennar til enda. Í lokin er áætlað að hópurinn hafi lokið við gerð á einni stuttmynd og öðlast þekkingu á þeirri tækni og aðferðum sem notuð er við stuttmyndagerð.

Smiðjan hófst miðvikudaginn 13. febrúar og er kennd á miðvikudögum frá kl 13:15 – 17:15 og föstudögum frá kl. 9:00-11:00 í Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Auk þessa verða fleiri tímar en tímasetning þeirra verður ákveðin í samráði nemenda og kennara eftir að smiðjan hefst. Um er að ræða námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og er unnt að meta námið til allt að 5 einingum í framahaldsskóla.