Sólveig Erlingsdóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa hjá okkur í Starfsendurhæfingu Vestfjarða Sólveig lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut ásamt sjúkraliðanámi frá menntaskólanum á Ísafirði árið 2005. Árið 2008 lauk hún svo námi sem heilsunuddari við Nuddskóla Íslands og í febrúar 2012 BA prófi í þroskaþjálfafræðum frá Háskóla íslands. Síðastliðinn vetur bætti Sólveig við sig réttindum til þess að starfa sem ungbarnasundkennari og starfar hún ásamt ráðgjafahlutverkinu við þá iðju. Sólveig[…]

Petra Hólmgrímsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Starfsendurhæfingu Vestfjarða frá 1. mars sl. Petra hefur lokið B.Ed. gráðu í  kennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri og er auk þess með B.Sc. í sálfræði frá Háskóla Íslands og lauk M.Sc. námi í klínískri- og afbrigðasálfræði fá University of South Wales árið 2016. Petra starfaði um árabil sem grunnskólakennari og starfaði síðast sem ráðgjafi Virk á Vestfjörðum Við bjóðum Petru hjartanlega velkomna[…]

SEV mun á næstu vikum bjóða upp á kvikmyndasmiðju fyrir þátttakendur í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða og VMST.  Þetta er spennandi verkefni og er hugmyndin að bjóða þátttakendum SEV upp á tækifæri til að kynnast kvikmyndagerð frá hinum ýmsu sjónarhornum. Kvikmyndasmiðjan mun standa yfir frá miðjum febrúar fram yfir páska og á þeim tíma munu þátttakendur fá að kynnast mismunandi aðferðum í kvikmyndagerð og fá tækifæri til að vinna að[…]