Sólveig Erlingsdóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa hjá okkur í Starfsendurhæfingu Vestfjarða
Sólveig lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut ásamt sjúkraliðanámi frá menntaskólanum á Ísafirði árið 2005. Árið 2008 lauk hún svo námi sem heilsunuddari við Nuddskóla Íslands og í febrúar 2012 BA prófi í þroskaþjálfafræðum frá Háskóla íslands. Síðastliðinn vetur bætti Sólveig við sig réttindum til þess að starfa sem ungbarnasundkennari og starfar hún ásamt ráðgjafahlutverkinu við þá iðju.
Sólveig hefur unnið víða en þó hafa störf hennar tengst að mestu leyti við þá iðju sem hún hefur menntað sig í. m.a. sjúkraliði hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, heilsunuddari hjá Sjúkraþjálfun Vestfjarða og sérkennslustjóri í leikskólum Ísafjarðarbæjar.
Við bjóðum Sólveigu Velkomnar í hópinn okkar